Búin að vera á þvælingi..

Vatnsdrykkja Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur
Vika 1 5 glös 5 glös 5 glös 4 glös ( 2 glös :(
Vika 2 3 glös :( 5 glös 8 glös ) 5 glös 6 glös 6 glös 5 glös
Vika 3 1 ltr. 2 ltr.) 1,5 ltr 2,5 ltr.) 4 glös ( 2 ltr.) 1,5 ltr
Vika 4 1 ltr. 6 glös 6 glös 5 glös 1,5 ltr 2,2 ltr.) 1,2 ltr
Vika 5 1 ltr. 1,5 ltr 1,2 ltr 2 ltr.) 0glös ( 0 glös (
Vika 6 .

Ég hef lítið verið heima undanfarið enda svo þægilegt að vera með 2 litla gutta uppi í sveit þar sem þeir geta hlaupið um og leikið sér allan daginn (eða svoleiðis). Hef svolítið verið að prjóna og ætla að halda áfram með það.

EN ég er búin að sjá það að ég get ekki haft nammidag einu sinni í viku.. þá finn ég löngun í sælgæti hvern einasta dag í heila viku á eftir þannig að á morgun byrjar 4 vikna tímabil þar sem ég ætla ekki að snerta á nammi og þar að auki ætla ég að sleppa brauði.. er harðákveðin í því og ætla mér að standa við það. Verð svo bara að kíkja reglulega hérna inn og minna mig á þetta loforð.

Ég hef alveg staðið í stað í þyngdinni í sumar… eða réttara sagt þá hef ég rokkað upp um 2 kg og niður aftur en ekki farið niður fyrir 102 kg. En það breytist vonandi á næstunni, strákarnir verða komnir alveg á leikskólann eftir helgi og styttist í að skólinn byrji hjá mér. Þá verður meiri regla á mér og ég vonandi stabílli.

Ég merki alltaf vatnsdrykkjuna á blöð sem ég á en nú þarf ég að búa til fleiri svona blöð og hafa þau uppivið í eldhúsinu þar sem þau minna mig á markmið mín.

Ég hef verið að gæla við að fara í gsa eða á námskeið hjá Ester Helgu (www.matarfikn.is), veit nefnilega um eina sem er búin að léttast um 30 kg með því að vera á þessu prógrammi (hjá Ester) og er enn að missa..

Ég er semsagt að komast í gírinn eftir hræðilega nammi- og brauðviku, mig hefur langað svooooooo mikið í kfc eða pizzu en hef þó allavega neitað mér um það (enda væri það dýrt fyrir mig því ég get ekki keypt svoleiðis innanbæjar.. gæti svosem gert pizzuna sjálf en nenni því ekki;)

Áðan fór ég á síðuna hjá Bjargi á Akureyri og náði mér þar í matseðil á pdf-skjali, matardagbók, næringartöflur og uppskriftir sem maður getur prentað út.

Ég á líka þetta fína sippuband og æfingadýnu sem ég ætti nú að fara að koma í gagnið..

En þar sem ég á erfitt með að gera allt í einu þá legg ég áhersluna á vatnsdrykkjuna áfram og svo núna að sleppa nammi og brauði.

Eigið nú góða helgi og ég skelli einhverju hérna inn eftir helgina.

~dreamer

mánudagur.. .

Vatnsdrykkja Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur
Vika 1 5 glös 5 glös 5 glös 4 glös ( 2 glös :(
Vika 2 3 glös :( 5 glös 8 glös ) 5 glös 6 glös 6 glös 5 glös
Vika 3 1 ltr. 2 ltr.)
Vika 4

Mér finnst ég vera að komast í gang núna, er að sjá betur að ég get þetta.

Ég datt í sælgætisát í byrjun júlí en nú hef ég stjórn á mér og labba sátt framhjá sælgætishillunum í búðinni hérna ;)

Ég drakk smá Coke Light í dag, kláraði það sem ég átti en er ekki á leiðinni að kaupa meira gos.. sé til á laugardaginn þegar ég hef nammidag.

Það er aðeins farið að birta til hjá mér.

Ég ætla mér að takast þetta!

Vatnsdrykkja Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur
Vika 1 5 glös 5 glös 5 glös 4 glös :( 2 glös :(
Vika 2 3 glös :( 5 glös 8 glös :) 5 glös 6 glös 6 glös 5 glös
Vika 3
Vika 4

Vatnsdrykkjan hefur gengið misvel en nú ætla ég að taka mig á.. og ég ætla taka mig á í blogginu líka;) hef verið svo upptekin við að prjóna og liggja í þunglyndi að ég hef ekki getað bloggað.

Ég tók svona sjálfspróf á netinu í gær í sambandi við þunglyndi og svarið var að ég væri með alvarlegt þunglyndi og ætti að hafa samband við heimilislækni strax. Ég vissi að ég fengi þá útkomu en ég get ekki hugsað mér að fara til einhvers læknis og grenja úr mér augun út af einhverju sem er kannski ekki neitt. (ég er haldin læknafóbíu og ef það er eitthvað sem ég get gert til að komast hjá því að fara til læknis þá geri ég það).

Þannig að í kvöld var ég að hugsa hvað ég þyrfti að gera til að koma mér úr þessu þunglyndi og ég skrifaði niður punkta í bókina mína. Það er kannski best að ég setji þá hérna líka, svona til að troða þessu betur inn í hausinn á mér;)

Hvað get ég gert til að láta mér líða betur án þess að fara til læknis og fá lyf?

 • ég þarf að setja mér sjálfri ákveðnar reglur í lífinu, í sambandi við allt.
  • hvíld
   • fara fyrr að sofa, t.d. vera farin að sofa fyrir miðnætti því strákarnir mínir vakna alltaf snemma, þó ég sé ósofin;) það er ekki valkostur að sofa út!
  • matarvenjur
   • vera dugleg að drekka vatn og borða ávexti og grænmeti
   • nammi og gos er leyfilegt einu sinni í viku
  • þrif og tiltekt
   • hver hlutur á sinn stað í húsinu, vera duglegri að setja þá á sinn stað (sbr. föt og leikföng). Strákarnir læra þá að þannig á það að vera og fara að gera það sama (þó þeir séu ungir þá geta þeir lært þetta).
  • fjármál
   • í hvað eyði ég peningum og hverju get ég sleppt? Þegar ekki er úr miklu að moða þá er þetta bráðnauðsynleg spurning.
  • hreyfingu
   • vera duglegri að fara út með strákana í göngutúr, þeim finnst það æðislegt og ég hef gott af hreyfingunni og ferska loftinu
  • mitt andlega og mitt líkamlega sjálf
   • vera duglegri að gera það sem mér finnst skemmtilegt, finna mér bækur að lesa, prjóna jólagjafir, mála myndir til að hengja á veggina, hlusta á góða tónlist.. eitthvað sem “lifts my spirit”
   • taka mér tíma til að fara í gott, róandi bað (í staðinn fyrir snögga sturtu).. það er mjög endurnærandi.

Ég hef verið þunglynd áður og ég komst úr því með því að vinna svona í sjálfri mér, ég vona að þetta virki núna en ég verð kannski að sætta mig við að þurfa að fara til læknis og fá eitthvað kvíðastillandi því ég á í miklum vandræðum með kvíðann og kann ekki að vinna með hann.

Nú ætla ég að fara að sofa en á morgun byrjar nýtt líf hjá mér..

ég get  -  ég ætla  -  ég skal   því annars verður draumurinn aldrei að veruleika!

Gærdagurinn

Vatnsdrykkja Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur
Vika 1 5 glös 5 glös
Vika 2
Vika 3
Vika 4

 

Gærdagurinn var betri en dagurinn þar á undan, var duglegri að borða ávexti og grænmeti í staðinn fyrir eitthvað óhollt.

Ég hef ákveðið að halda mig við 5 glös af vatni á dag þessa vikuna og ætla svo að bæta einu við í næstu viku og svo framvegis.. ég er ekki ennþá hætt að drekka Coke Light en með meiri vatnsdrykkju þá minnkar gosdrykkjan o.s.frv.

 

Ég dreif mig tvisvar út í göngutúr með drengina mína í gær, að vísu fórum við ekki hratt yfir og ekki langa vegalengd en lítil hreyfing er samt betri en engin hreyfing.

 

Ég tók “fyrir” myndir í gær… ó mæ dog.. oj barasta.. set þær inn hérna í dag. Svo hef ég myndir af mér síðan ég var “ung” (s.s. milli 16 og 20ára) sem eru svona inspiration myndir fyrir mig. Ég ætla samt ekki að setja þær hérna inn, hef ekki skanna þannig að þær eru bara fyrir mig en á þeim er ég c.a. 40 kg léttari en ég er í dag.

 

jæja, eigið góðan dag!

 

~dreamer

jamm og jæja

Ég skrapp í sveitina (í sumarbústað foreldra minna) í heila viku með guttalingana mína, gaman að sjá þá svona frjálsa úti að leika sér.. engin umferð, bara náttúran og svo nauðsynleg tæki eins og “sláttuvél” og “orf”. Ég set þessi orð í gæsalappir vegna þess að það sem strákarnir nota sem sláttuvél og orf er bara trjágrein (orfið) og svona blá kerra sem fæst í Ikea (sem börnin ýta á undan sér) er notuð sem sláttuvél.. og svo þarf auðvitað að humma svolítið hátt svo það sé almennilegt sláttuvélahljóð;)

Ég hef ekki verið dugleg að hreyfa mig nema bara til að eltast við strákana enda nóg að gera í því. En nú er ég komin heim og get þá farið að skella mér í göngutúra með þá.

Ég er allan daginn að hugsa um eitthvað til að skrifa á blogginu mínu (skrifa hin fínustu blogg í huganum mörgum sinnum yfir daginn) en svo þegar ég sest við tölvuna þá er það allt farið.

Mér finnst ég vera að detta í þunglyndi þessa dagana, erfitt að vera ein með börnin allan sólarhringinn og fá aldrei frí, pabbahelgar væru stundum vel þegnar til að safna upp orku en það er víst ekki í boði. Svo er maður ekkert voða vel stæður fjárhagslega (ég vildi að annar starfsvettvangur ætti betur við mig en kennsla) en ég er að vinna í því með því að drífa mig aftur í skólann til að klára námið.

Pabbi strákanna er að gera mig brjálaða, hann keypti bíl þegar við vorum gift og ég varð sjálfkrafa sett í sjálfskuldarábyrgð.. nema það eru tvö ár síðan við skildum og ég hef beðið hann í hverjum einasta mánuði síðan við skildum að breyta þessu, sérstaklega af því að hann gifti sig strax aftur. Auðvitað ætti hún þá að vera ábyrgðarmaður en ekki ég.. hann hefur aldrei viljað breyta þessu. Og nú þegar ég kom heim úr bústaðnum fékk ég skeyti um það að hann hafi ekki verið að borga reikningana lengi og þeir ætli að taka bílinn af honum og ná peningnum af mér í gegnum lögfræðing. Ég hata þennan mann!

Ekki nóg með að hann vilji ekkert með syni sína hafa (ég var ólétt að yngri stráknum þegar við skildum og hann hafði ekki fyrir því að segja beyglunni að hann ætti von á öðru barni með mér). Hún vill ekki leyfa honum að heimsækja syni sína þannig að hann sleppir því þá bara.. ég má ekki láta foreldra hans vita af yngri stráknum.. hann laug að öllum að ég hefði haldið framhjá honum og hann væri sko ekki pabbi stráksins.. je ræt.. það var einmitt ég sem var að halda framhjá eða þannig. Svo sjá allir að drengurinn er greinilega sonur hans..

Þau eru með 300þús. kr. meira í laun en ég á mánuði og svo er ætlast til þess að ég borgi bílinn þeirra.. by the way þá keypti hann annan bíl í vor þannig að þau eiga núna tvo bíla!

Ég hef þurft að borga allan lækna- og lyfjakostnað fyrir drengina.. röraaðgerðir og hálskirtlatöku, tíma hjá sérfræðingum vegna ofnæmis og exems.. honum er alveg sama.. en hringir svo í mig og kvartar yfir að eiga ekki pening.

Ok, hann borgar meðlag sem er 2×20þús (var 2×18), daggæslan fyrir strákana var 60 þús.. svo er það náttúrulega föt, matur, bleyjur, þurrmjólk.. læknakostnaður .. Þeir fengu hvorki jóla- né afmælisgjafir frá pabba sínum og hafa séð hann alls 3x sinnum síðustu 13 mánuðina (samanlagt í innan við klukkutíma)..

Og hann ætlast til að ég fari að borga skuldirnar þeirra!

Ég kemst ekkert án drengjanna nema vera tilbúin að borga barnapíu múltímonní fyrir að vera með þá á meðan, og ég hef ekki efni á því þannig að jahh.. ég er bara heima ein á kvöldin..

Ég er að fara yfirum hérna og hvað gerir maður til að hugga sig.. borðar drasl og horfir á Grey’s Anatomy..

ég meika ekki að gera eðlilegustu hluti sem ég hef ekki átt erfitt með áður (nema í nokkra mánuði eftir að eldri strákurinn fæddist en það var vegna fæðingarþunglyndis og kvíða.. og svefnleysis þar sem drengurinn svaf aldrei meira en hálftíma í einu fyrstu mánuðina).

Ég ímynda mér hræðileg slys þegar ég er að keyra í umferðinni.. mér finnst ég vera orðin alveg eins og ég var með fæðingarþunglyndið. Ég átti erfitt með að labba yfir götu með vagninn því ég sá alltaf fyrir mér að það kæmi bíll á mikilli ferð og keyrði á okkur, gat ekki labbað nálægt Tjörninni því ég sá fyrir mér að eitthvað myndi koma fyrir og barnið dytti í Tjörnina..

Ég fékk kvíðaköst þannig að ég náði ekki andanum, varð ógeðslega heitt og fannst ég vera að kafna, ég byrjaði reyndar að fá svoleiðis áður en ég átti eldri drenginn en þá var ég rúmliggjandi frá 29 viku og lá inni á meðgöngudeild síðustu 3 vikurnar vegna meðgöngueitrunar en endaði í bráðakeisara á 38. viku.

Ég nefndi þessi köst hjá mér við ljósuna mína og ljósurnar á meðgöngudeildinni en enginn skildi hvað ég var að tala um (vissi ekki þá að þetta væru kvíðaköst).

Á þessum tíma þá dugði hjá mér að drífa mig út í göngutúr þegar ég fann að ég var að fá svona þunglyndisköst, ég passaði mig að komast eitthvað út á hverjum einasta degi.

Nú sé ég að þetta er eitthvað sem ég verð að fara að gera aftur..

Ég á örugglega eftir að pirrast á barnsföðurnum meira hérna í framtíðinni, ég kemst ekki yfir allt það sem hann gerði á minn  hlut og hlut strákanna.. og ég sé ekki fram á að ég geti treyst neinum karlmanni í framtíðinni.. Það eru 2 ár síðan við skildum og ég er enn brjáluð út af því hvernig hann hefur komið fram (og heldur áfram að koma fram) við mig og mína.

Ég hef eitt hrós fyrir sjálfa mig í dag.. ég drakk 5 glös af vatni.. og það er 5 glösum meira en ég er vön að drekka.

Nú verð ég að koma mér í svefn því ég verð líklegast vakin milli kl. 5 og 7 af litla guttanum sem er algjör morgunhani (akkúrat öfugt við mömmuna).

Skammtímamarkmið mín

Markmið sem ég ætla að reyna að ná fyrir fyrsta ágúst næstkomandi (hef tæpan mánuð til að ná þeim):

 • ná samanlangt 10 sm af mér
 • léttast um a.m.k. 2 kíló
 • í lok júlí-mánaðar ætla ég að vera komin upp á lag með að drekka a.m.k. 4 glös af vatni á dag
 • hreyfa mig í a.m.k. hálftíma á hverjum degi.. sama hvernig viðrar
 • vera duglega að sinna áhugamálum mínum.

Að byrja

ohh mér finnst svo erfitt að byrja í þessu átaki, var til dæmis fyrr í kvöld að hakka í mig súkkulaði á meðan ég var að skoða nákvæmlega ekki neitt í tölvunni. Ég hefði betur gert eitthvað af eftirfarandi (eitt atriði eða öll;) :

 • vaska upp og þrífa eldhúsið
 • þrífa baðherbergið
 • ganga frá þvotti
 • henda kössum upp á loft
 • skúra
 • taka til dót barnanna
 • prjóna

En ég gerði ekkert af þessu þannig að nú er kominn tími til að taka sig á..

ég skellti mér í sturtu og leist svo illa á þennan hroðbjóð sem ég sá í speglinum að ég ákvað að mæla mig og setja hérna inn. Næsta skref er svo að taka “fyrir” myndir og skella hérna inn líka, svona svo ég hafi eitthvað aðhald.

Nú fer eldra barnið mitt að komast í sumarfrí og þá er tækifæri fyrir mig til að koma mér á fætur og hreyfa mig því, þá hef ég tvö fjörug börn heimavið sem þurfa einhvern veginn að fá útrás fyrir alla sína orku.

Ég þarf líka að gera mér markmið og standa við þau.

Hérna koma mælingarnar mínar í dag:

 

dagsetning> 3/7 ‘08
ökkli 23
kálfi 43
hné 42,5
læri 70
mjaðmir 121,5
nafli 116
mitti 106,5
undirvídd 102
yfirvídd 113
háls 39,5
upphandl. 38,5
úlnliður 17
rass 122,5
kg 102,2
lbs 225,4
bmi 39,8

Nú þarf ég að komast í stuð í vatnsdrykkju líka og minnka gosdrykkjuna og á endanum hætta að drekka gos.. já og láta nammið í friði nema einu sinni í viku.

tafla

Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur
Vika 1
Vika 2
Vika 3
Vika 4

Fyrsta færslan

Þetta er fyrsta færslan mín á þetta blogg, ég vona að ég eigi eftir að nota það og að það hjálpi mér í að gera mig að betri manneskju að innan sem utan. Ég ætla að nota bloggið til að halda utan um það sem ég geri þannig að ég villist ekki af leið.